Þórs podcastið – Siggi Höskulds

Nýr þjálfari Þórs, Sigurður Heiðar Höskuldsson, mætti í ítarlegt spjall til Arons Elvars Finnssonar og Óðins Svans Óðinssonar. Siggi ræddi um fyrstu vikurnar í starfi, komandi undirbúningstímabil og tímabil og allt þar á milli. Virkilega skemmtilegt spjall við þennan skemmtilega karakter.

Þórs-podcastið – veturinn 2020-2021

Nýr þáttur af Þórs-podcastinu. Aron, Baldvin og Jason ræddu allt frá sumrinu 2020 yfir í sumarið 2021. Farið yfir öll helstu mál sem tengjast knattspyrnuliði Þórs. Mættir í nýja aðstöðu hjá Podcast stúdíói Akureyrar og þökkum við þeim kærlega fyrir það. Endilega kíkið inn á psa.is.

Þórs podcastið – Geir Guðmundsson

Geir Guðmundsson

„Ákvað að ég ætlaði að ná langt“

Handboltamaðurinn og Þórsarinn segir frá sínum ferli sínum til þessa í handboltanum í viðtali við Sæbjörn Þór. Hann var einnig frambærilegur í fótbolta. Geir ræðir valið á íþrótt, æfingaálag og áfallið að fá blóðtappa.

Geir hefur leikið með Akureyri, Val og sem atvinnumaður í Frakklandi. Skyttan samdi við Hauka í vor og mun leika með Hafnafjarðarliðinu í Olís-deildinni í vetur.

Þórs podcastið – Sandra María Jessen

Sandra hefur nú leikið í eitt og hálft tímabil hjá Leverkusen og samdi undir lok síðustu leiktíðar um að vera áfram hjá félaginu.

Sæbjörn Þór spjallar við Söndru um Leverkusen, atvinnumennskuna, landsliðið, breyttan lífstíl, framtíðarsýn, Þýskaland, Íslandsmeistaratitlana, Tékkland, sálfræðinámið og hvernig það hefur hjálpað.

Sandra segir þá örlítið frá spennandi verkefni sem hún og bróðir hennar eru að vinna að og frá móttöku fyrirmyndarinnar þegar Sandra kom ung inn í landsliðið.

Þórs podcastið – Hafþór Már Vignisson

Hægri skyttan Hafþór fer yfir íþróttauppeldið í Þór, árið með ÍR, framtíðina með Stjörnunni og atvinnumannadrauma. Hafþór ræðir um áhrif Bjarna Fritzsonar, aukaæfingar, langa hvíld vegna meiðsla og jólafríið síðasta.

Þórs podcastið – Júlíus Orri: Íþróttauppeldið og Þór Akureyri

Júlíus Orri Ágústsson er einn allra efnilegasti körfuboltamaður sem við Íslendingar eigum. Júlíus lék upp alla yngri flokka Þórs og hefur einnig leikið með öllum yngri landsliðunum. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke ræddi við hann um ferilinn, Þór Akureyri og margt fleira. Birt með góðfúslegu leyfi körfunnar.

Þórs podcastið – (4.júní) Stefán Karel: Körfubolti, heilahristingar og kraftlyftingar

Stefán Karel Torfason var gríðarlega efnilegur körfuboltamaður, alinn upp í Þorpinu. Hann lék með yngri landsliðum og var farinn að spila reglulega í efstu deild þegar hann þurfti að leggja skónna á hilluna vegna höfuðhögga. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke ræddi við Stefán um ferilinn og ýmislegt fleira. Birt með góðfúslegu leyfi Körfunnar.