Þórs podcastið – Viðtal við Gregg Ryder

Gregg Ryder þjálfari meistaraflokks Þórs kom í viðtal við okkur um gengið í undanförnum leikjum og hvernig honum líst á áframhaldandi toppbaráttu í næstu leikjum. Við biðjumst afsökunar á smávægilegum hljóðtruflunum stöku sinnum í viðtalinu.

Þórs podcastið – Örstutt viðtal við Hermann Helga um leik helgarinnar

Hermann Helgi Rúnarsson mætti til okkar í smá viðtal um leik Þórs og Aftureldingar sem fór fram s.l. laugardag. Hermann var að byrja sinn fyrsta KSÍ leik í meistaraflokki og stóð sig með stakri prýði.

Þórs podcastið – Inkasso spjall með Bassa Rú

Hinn mikli Þórsari Baldvin Rúnarsson mætti í spjall í Þórs-podcastið og ræddi þar um komandi tímabil í Inkasso-deildinni. Einnig stillti Baldvin upp sínu uppáhalds Þórsliði frá því að hann byrjaði að fylgjast með.

Þórs podcastið – Almenn Þórsumræða

Baldvin Kári Magnússon kom til okkar í þessum nýjasta þætti af Þórs Podcastinu. Við ræddum um ýmis málefni tengd Íþróttafélaginu Þór, litum á mótherjana í Inkasso-deildinni í sumar, renndum örlítið yfir handboltann og margt fleira.