Þórs podcastið – (4.júní) Stefán Karel: Körfubolti, heilahristingar og kraftlyftingar

Stefán Karel Torfason var gríðarlega efnilegur körfuboltamaður, alinn upp í Þorpinu. Hann lék með yngri landsliðum og var farinn að spila reglulega í efstu deild þegar hann þurfti að leggja skónna á hilluna vegna höfuðhögga. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke ræddi við Stefán um ferilinn og ýmislegt fleira. Birt með góðfúslegu leyfi Körfunnar.

Þórs podcastið – Viðtal við Gregg Ryder

Gregg Ryder þjálfari meistaraflokks Þórs kom í viðtal við okkur um gengið í undanförnum leikjum og hvernig honum líst á áframhaldandi toppbaráttu í næstu leikjum. Við biðjumst afsökunar á smávægilegum hljóðtruflunum stöku sinnum í viðtalinu.

Þórs podcastið – Örstutt viðtal við Hermann Helga um leik helgarinnar

Hermann Helgi Rúnarsson mætti til okkar í smá viðtal um leik Þórs og Aftureldingar sem fór fram s.l. laugardag. Hermann var að byrja sinn fyrsta KSÍ leik í meistaraflokki og stóð sig með stakri prýði.

Þórs podcastið – Inkasso spjall með Bassa Rú

Hinn mikli Þórsari Baldvin Rúnarsson mætti í spjall í Þórs-podcastið og ræddi þar um komandi tímabil í Inkasso-deildinni. Einnig stillti Baldvin upp sínu uppáhalds Þórsliði frá því að hann byrjaði að fylgjast með.