Þórs podcastið – Sandra María Jessen

Sandra hefur nú leikið í eitt og hálft tímabil hjá Leverkusen og samdi undir lok síðustu leiktíðar um að vera áfram hjá félaginu. Sæbjörn Þór spjallar við Söndru um Leverkusen, atvinnumennskuna, landsliðið, breyttan lífstíl, framtíðarsýn, Þýskaland, Íslandsmeistaratitlana, Tékkland, sálfræðinámið og hvernig það hefur hjálpað. Sandra segir þá örlítið frá spennandi verkefni sem hún og bróðir …

Þórs podcastið – Júlíus Orri: Íþróttauppeldið og Þór Akureyri

Júlíus Orri Ágústsson er einn allra efnilegasti körfuboltamaður sem við Íslendingar eigum. Júlíus lék upp alla yngri flokka Þórs og hefur einnig leikið með öllum yngri landsliðunum. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke ræddi við hann um ferilinn, Þór Akureyri og margt fleira. Birt með góðfúslegu leyfi körfunnar.

Þórs podcastið – (4.júní) Stefán Karel: Körfubolti, heilahristingar og kraftlyftingar

Stefán Karel Torfason var gríðarlega efnilegur körfuboltamaður, alinn upp í Þorpinu. Hann lék með yngri landsliðum og var farinn að spila reglulega í efstu deild þegar hann þurfti að leggja skónna á hilluna vegna höfuðhögga. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke ræddi við Stefán um ferilinn og ýmislegt fleira. Birt með góðfúslegu leyfi Körfunnar.